Ákvörðun um áfrýjun að lokinni yfirferð

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Þórður

Ríkissaksóknari fer nú yfir dóm héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðgerðismálinu en ákvörðun um áfrýjun verður tekin þegar þeirri yfirferð lýkur. 

Angj­el­in Sterkaj var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi á fimmtudag fyr­ir að verða Arm­ando Beqirai að bana þann 13. febrúar en hinir sakborningarnir, þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada, voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins í dóminum sem var kveðinn upp í vikunni. 

„Það sem liggur fyrir er að fara yfir dóminn og gögn málsins. Að því loknu verður tekin ákvörðun um það hvort málinu verður áfrýjað,“ hefur Fréttablaðið eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara.

Ríkissaksóknari gæti áfrýjað þeim hluta dómsins er varðar sýknudóm Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada til Landsréttar.

mbl.is