Um 2.400 fjölskyldur leituðu aðstoðar

Bjarni Gíslason.
Bjarni Gíslason.

„Margir hafa glímt við afar erfiðar aðstæður og hjá mörgum er langt í land. Okkur finnst við þó sjá breytingar til hins betra. Einn og einn er búinn að fá vinnu og hjól atvinnulífsins virðast vera farin að snúast aftur,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, í samtali við Morgunblaðið.

Á síðasta starfsári, sem lauk í sumar, leituðu 2.363 fjölskyldur eftir efnislegri aðstoð hjá Hjálparstarfinu í samtals 4.724 skipti. Flestar fjölskyldurnar leituðu aðstoðar í eitt til tvö skipti en um 9% umsækjenda leituðu til Hjálparstarfsins oftar en fjórum sinnum á starfsárinu. Frá því í byrjun apríl 2020 og fram til marsmánaðar 2021 fjölgaði umsóknum um inneignarkort fyrir matvörubúðir um 40% miðað við sama tímabil áður en heimsfaraldurinn skall á. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »