Sjö lögreglumenn í einangrun vegna smits

Viðbragðsaðilar skimaðir í Skógarhlíð í Reykjavík.
Viðbragðsaðilar skimaðir í Skógarhlíð í Reykjavík.

Sjö starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í einangrun eftir að Covid-19-smit greindust hjá embættinu og tíu til viðbótar eru í sóttkví.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að til að fyllsta öryggis sé gætt sé ráðgert að tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fari í skimun og stendur sú vinna yfir.

Þrátt fyrir ofangreint gangi starfsemi embættisins fyrir sig með eðlilegum hætti og hafi ekki áhrif á þau útköll sem lögreglan þarf að sinna.

mbl.is