Malbikað á Reykjanesbraut í dag

Stefnt er að malbikun á Reykjanesbrautinni í dag.
Stefnt er að malbikun á Reykjanesbrautinni í dag. mbl.is/Golli

Í dag er stefnt á  malbika nyrstu akrein á Reykjanesbraut til suðvesturs á milli bensínstöðvar Orkunnar og að rampa niður að Fífuhvammsvegi. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Loftorku.

Þar segir að áætlað sé að framkvæmdir standi yfir frá klukkan 09 og til klukkan 15:30.

Framkvæmdaraðilar biðla til fólks að aka varlega á svæðinu þar sem starfsmenn verða að störfum nálægt akandi umferð. 

Fyrirhugað framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut.
mbl.is