Smitsjúkdómadeild á LSH helguð Covid-19 umönnun

80 greindust með Covid-19 innanlands í gær.
80 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Ljósmynd/mbl.is

Forstjóri og farsóttarnefnd Landspítala ákváðu í dag að gera smitsjúkdómadeild A7 að farsóttareiningu sem verður þá helguð umönnun Covid-19 sjúklinga. Ákvörðunin er tekin í kjölfar hópsmits sem kom upp á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild.

Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum kallar þetta á umfangsmikla flutninga annarra sjúklinga en þó er gert ráð fyrir að þeim ljúki í kvöld.

Þurfa að fresta skurðaðgerðum

Þá kom einnig fram að deild 12G, sem er einnig hjarta-, lungna- og augnskurðdeild, sé komin í sóttkví og því verði ekki fleiri lagðir inn á hana næstu daga. Því megi búast við frestun fyrirhugaðra skurðagerða en eftir sem áður verði öllum bráðaaðgerðum sinnt.

„Landspítali er á óvissustigi en það er til stöðugrar endurskoðunar eftir því sem áhrifum faraldursins á spítalann vindur fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert