Fluttu slasaðan einstakling með þyrlu frá Hvolsdal

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan einstakling á Landspítalann.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan einstakling á Landspítalann. Árni Sæberg

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að ferja slasaðan einstakling með þyrlu eftir bílslys í Hvolsdal. Þetta staðfestir starfsmaður Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is.

Beiðni um að flytja slasaðan aðila eftir bílslys í Hvolsdal á Norðvesturlandi, skammt frá Búðardal, kom klukkan tíu mínútur yfir eitt og var þyrlan komin með farþegann á Landspítalann klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú.

mbl.is