Innheimtu 97 milljónir af vangoldnum launum

Starfsfólk kjaramálasviðs tók á móti 531 félagsmanni á þriðja ársfjórðungi.
Starfsfólk kjaramálasviðs tók á móti 531 félagsmanni á þriðja ársfjórðungi. Ljósmynd/Aðsend

Lögmenn innheimtu rúmar 97 milljónir í ógreidd laun fyrir félagsmenn Eflingar á þriðja ársfjórðungi. Vóg þar þyngst lokauppgjör í þrotabúi Toppfisks, en þar voru 42 launakröfur upp á samtals rúmar 53 miljónir, að því er fram kemur í ársfjórðungsskýrslu kjaramálasviðs Eflingar. 

Þá krafðist kjaramálasvið stéttarfélagsins tæplega 15 milljóna frá vinnuveitendum vegna meintra vangoldinna launa. Engar krafnanna sneru að gjaldþrotum fyrirtækja. 

Starfsfólk kjaramálasviðs aðstoðaði félagsmenn Eflingar við 196 nýskráð mál á tímabilinu en málin voru 40 fleiri en á öðrum ársfjórðungi. 

Á sviðinu sjálfu innheimtust áður útsendar launakröfur upp á rúmar tvær milljónir króna. Eins og áður segir innheimtust töluvert fleiri milljónir í löginnheimtu eða 97 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Eflingu er haft eftir Ingólfi B. Jónssyni að það veki ákveðna undrun hversu mörg fyrirtæki kjósi að fara lögmannsleiðina.

„Þessi fyrirtæki kjósa að greiða ekki kröfur á tilsettum tíma og fá frekar á sig löginnheimtu með tilheyrandi auknum kostnaði, en einungis rétt rúmar 2 milljónir innheimtust af starfsmönnum á Kjaramálasviðs af þeim 15 milljónum sem voru útistandandi.‟

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert