Leit hafin að 18 ára íslenskri stúlku á Spáni

Telma Líf Ingadóttir.
Telma Líf Ingadóttir. Ljósmynd/Facebook

Átján ára íslenskrar stúlku er nú leitað á Spáni eftir að hún yfirgaf Villajosa-sjúkrahúsið í Alicante. 

Uppfært

Telma er fundin. 

Að sögn stjúpmóður hennar skildi hún allar eigur sínar eftir á sjúkrahúsinu og ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 05:30 í gærmorgun. 

Stúlkan heitir Telma Líf Ingadóttir, er um 170 sentímetrar á hæð, 65-70 kg, bláeygð og með fjólublátt hár, rakað í hliðunum. 

Lögreglan á Spáni hefur hafið leit að Telmu. 

Fyrst var greint frá málinu á vef DV, þar sem rætt var við föður Telmu Lífar, Inga Karl Sigríðarson. 

„Ef einhver sér hana, ef einhver sér einhverja sem líkist henni, hafið samband við Policia Locale eða Guardia Civil sem allra fyrst, þeir vísa henni strax til mín. Þetta er óeðlilegt og hún skildi eftir meðal annars mjólk og öll skilríki og símann sinn á sjúkrahúsinu og það var miði með símanúmerinu mínu og símanúmeri móður hennar í töskunni þar sem allt dótið hennar er. Þannig náði sjúkrahúsið að hafa samband við okkur,“ sagði Ingi við DV. 

mbl.is