Telma Líf er fundin

Telma Líf Ingadóttir.
Telma Líf Ingadóttir. Ljósmynd/Facebook

Hin 18 ára gamla Telma Líf, sem leitað hefur verið á Spáni síðan í gær, er fundin. Þetta staðfestir stjúpmóðir hennar, Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, í samtali við mbl.is.

„Það er mikil gleði og líkamlega er hún heil,“ segir hún.

Ekkert hafði spurst til Telmu frá því hún yfirgaf Villajosa-sjúkrahúsið í Alecante á Spáni um klukkan 5.30 í gærmorgun sem olli fjölskyldu hennar miklum áhyggjum. 

Fjölskylda og vinir Telmu höfðu þá gengið Benidorm-ströndina og dreift myndum af Telmu í verslanir í von um að einhver hefði séð til hennar.

Að sögn Guðbjargar er fjölskyldan nú á leið til lögreglunnar til að tilkynna fundinn og láta taka skýrslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is