Lágtíðniskjálftar á fimmtán mínútna fresti

Veðurstofuhúsið við Bústaðaveg í Reykjavík.
Veðurstofuhúsið við Bústaðaveg í Reykjavík. mbl.is/Arnþór Birkisson

Frá miðnætti hafa mælst litlir skjálftar á um fimmtán mínútna fresti í námunda við Torfajökul. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu íslands að hrinur svokallaðra lágtíðniskjálfta eins og um ræðir mælist við og við á svæðinu.

Skjálftarnir eru eins og áður segir svokallaðir lágtíðniskjálftar. Skjálftarnir hafa samkvæmt tilkynningu „ógreinilega byrjun“ og innihalda „meiri lágtíðni“ en hefðbundnir skjálftar. Þessir eiginleikar valda því að afar erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega.

Undanfarið hafa slíkir skjálftar mælst á svæðinu en í nótt jókst virknin til muna. Skjálftarnir hafa mælst á um fimmtán mínútna fresti og standa almennt í um eina mínútu. Skjálftarnir eru flestir litlir eða rétt um 0,5 á stærð.

Þá segir einnig í tilkynningunni að upptök skjálftanna séu grunnstæð og í raun sé ekki vitað hvað veldur virkninni.

mbl.is