Stafrænt hrekkjavökukort á Kársnesi

Graskerið einkennir hrekkjavökuhátíðina og margir væntanlega útbúið slíkt fyrir sunnudaginn.
Graskerið einkennir hrekkjavökuhátíðina og margir væntanlega útbúið slíkt fyrir sunnudaginn. Haraldur Jónasson / Hari

Þeim fjölgar ár frá ári sem halda upp á hrekkjavöku hér á landi. Hrekkjavökudagurinn sjálfur er á sunnudaginn og bíða margir í ofvæni eftir að dagurinn renni upp.

Sá hluti hrekkjavökunnar sem margir, sennilegast þó mestmegnis börn, hlakka mest til er þá að ganga húsa á milli og í svokölluðum „grikk eða gott“-tilgangi. Þá banka börnin upp á og biðja um nammi í þar til gerðan poka.

Fáist ekki „gott“ stendur eftir hótun um „grikk“. Því er ljóst að þeir sem taka þátt í hátíðinni munu eflaust eiga nóg til af sælgæti til þess að verða ekki fyrir barðinu á grikk nammisvangra búningaklæddra barna.

Ýmsar útfærslur eru á því hvernig krakkarnir geta vitað hvaða hús taka þátt í hátíðinni en í Kársneshverfi í Kópavogi hefur stafrænu „grikk eða gott“-korti verið komið í gagnið. Þar geta börn og foreldrar séð á korti hvaða heimahús taka þátt í hátíðinni en á kortinu eru húsin merkt með einkennismerki hrekkjavökunnar, graskeri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert