Starmer greinist með kórónuveiruna

Keir Starmer.
Keir Starmer. AFP

Sir Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, greindist í gær með kórónuveiruna. Hann hefur fjórum sinnum áður þurft að fara í sóttkví í faraldrinum, en ekki smitast fyrr en nú.

Starmer var einkennalaus í gær, en veikindin þýddu að hann gat ekki tekið þátt í hefðbundnum fyrirspurnartíma forsætisráðherra í neðri deild breska þingsins, né heldur gat hann stýrt gagnrýni stjórnarandstöðunnar á fjárlög ríkisins, sem kynnt voru í gær.

Ed Miliband tók við fyrirspurnum í fyrsta sinn síðan hann vék sem leiðtogi flokksins 2015, og hét Miliband því að hann myndi ekki gera þetta aftur, og uppskar hlátur frá stjórn og stjórnarandstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert