Grái herinn boðar til útifundar í dag

Grái herinn boðar til mótmælafundar í dag.
Grái herinn boðar til mótmælafundar í dag. mbl.is/Golli

Grái herinn, baráttuhópur eftirlaunafólks, heldur útifund í dag klukkkan 14 á Austurvelli. Tilefnið er að klukkan 9.15 hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmálflutningur þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun fyrir hönd íslenska ríkisins.

Tilefni málshöfðunarinnar eru skerðingar stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum.

Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara og fundarstjóri, kynnir málsóknina á fundinum. Flóki Ásgeirsson lögmaður mun gera grein fyrir málflutningi beggja aðila málsins. Jónas Þórir og Örn Arnarson fara með gamanmál.

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur (rauna)tölu eftirlaunakonu, Hörður Torfa söngvaskáld flytur eigin tónlist og Andrea Jónsdóttir rokkamma þeytir skífum fyrir fund.

Grái herinn í hérðasdómi í morgun.
Grái herinn í hérðasdómi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Grái herinn í hérðasdómi í morgun.
Grái herinn í hérðasdómi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »