Telur Ísland geta verið fyrirmynd í loftslagsmálum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að ráðstefnan verði kærkomið tækifæri fyrir þjóðir heims að láta til sín taka og skýra frá því hvernig sé hægt að ná árangri,“ segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í samtali við mbl.is en hann og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fara á lofts­lags­ráðstefn­u Sam­einuðu þjóðanna (COP26) sem hefst formlega í Glasgow á mánudag.

Um 100 leiðtogar heims munu koma saman á ráðstefnunni en þetta er í 26. sinn sem Sameinuðu þjóðirnar halda slíka loftslagsráðstefnu.

Sigurður Ingi segir að Ísland geti verið fyrirmynd fyrir mörg önnur ríki þegar kemur að loftslagsmálum og nefnir sérstaklega hversu hátt hlutfall orku hérlendis er endurnýjanleg. „Ég heyri það í aðdraganda þessarar ráðstefnu að það er þannig fjallað um Ísland í fjölmiðlum.“

Hann segist vera vongóður um að ráðstefnan muni leiða til góðs. „Ég held að það skilji það allir að menn þurfi að fara, meðal annars að fyrirmynd okkar, að efla sig hvað varðar endurnýjanlega orku, hætta að brenna kolum og fara í þessi orkuskipti eins og við erum að gera að fullum krafti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert