Verður skráð sem Covid-tengt andlát

Einstaklingurinn sem lést í gær var ekki lagður inn vegna …
Einstaklingurinn sem lést í gær var ekki lagður inn vegna Covid-19 sjúkdómsins. mbl.is/Jón Pétur

Einstaklingurinn sem lést í gær á Landspítala greindur með Covid-19 sjúkdóminn var lagður inn af öðrum orsökum, að því er kemur fram í tilkynningu Landspítala. Andlátið verður þó skráð sem Covid-tengt andlát, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Greint var frá því í gær að einstaklingur smitaður af Covid-19 sjúkdómnum hefði látist á spítalanum. Ekki hafði fengist staðfest þá hvort að andlátið væri af völdum sjúkdómsins.

„Þetta verður skráð sem Covid-andlát og það er ekki hægt annað en að gera það. Maður veit aldrei nákvæmlega fyrir víst hver orsökin er. Við vitum að Covid getur verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Það þolir Covid verr, því það veldur allskonar bólgu svari í líkamanum og alavarlegu ástandi sem getur gert undirliggjandi veikindi enn þá verri,“ segir Þórólfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert