Áfrýja dómi í launamáli yfirlögregluþjóna

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti ríkislögreglustjóra og íslenska ríkið hafa áfrýjað fjórum málum sem töpuðust fyrir héraðsdómi til Landsréttar. Um er að ræða mál fjögurra yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna ákvörðunar ríkislögreglustjóra að afturkalla launahækkanir sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði veitt.

Á áfrýjunarskrá Landsréttar má nú sjá að málunum fjórum var áfrýjað í gær.

Í héraðsdómi var fallist á aðalkröfur yfirlögregluþjónanna um að embætti ríkislögreglustjóra ætti að greiða þeim laun í samræmi við sam­komu­lag sem fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, Har­ald­ur Johann­essen, gerði við viðkom­andi starfs­menn í lok ág­úst 2019 um end­ur­skoðun á launa­kjör­um.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri tók við embætt­inu af Har­aldi Johann­essen í mars 2020 en eft­ir að hún tók við boðaði hún að launa­hækk­an­irn­ar yrðu aft­ur­kallaðar og að embættið teldi sig ekki bundið því sam­komu­lagi sem gert hefði verið við nokkra yf­ir­lög­regluþjóna í lok ág­úst 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert