Hekla er varasöm

Horft ofan í toppgíg Heklu, hins máttuga eldfjalls, sem er …
Horft ofan í toppgíg Heklu, hins máttuga eldfjalls, sem er 1.491 metra hátt. mbl.is/Sigurður Bogi

Hekla er varasamt eldfjall vegna þess hvað hún gýs með skömmum fyrirvara, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.

Þenslan hefur aukist stöðugt frá síðasta gosi í Heklu árið 2000. Hún veldur aflögun sem er eins og kúla á jarðskorpunni. Kúlan sem nú þenst út við Heklu er um 30 km í þvermál og ekki kröpp. Það gefur vísbendingar um að þrýstingurinn sem veldur þenslunni eigi upptök á 15-20 km dýpi. 

Páll segir að þenslan hafi verið orðin jafn mikil um árið 2006 og hún var áður en síðast gaus. Síðan má segja að fjallið hafi verið tilbúið í gos. Engin merki voru þó um það í gær að Hekla væri að fara að gjósa og sagði Páll það ekki koma á óvart. „Hekla er ekki vön að gefa merki um aðsteðjandi gos fyrr en mjög skömmu áður en það brýst út. Það gerir hana svo varasama,“ sagði Páll.

Lengra viðtal við Pál má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert