Sorpa boðar 31% hækkun á gjaldskrá

Sorpa í Álfsnesi.
Sorpa í Álfsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir því að gjaldskrá helstu flokka Sorpu bs. hækki um 31% á næsta ári. Aðalástæðan er sögð aukinn kostnaður við bætta meðhöndlun sorps með starfrækslu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaja í Álfsnesi. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir upplýsingum um boðaðar hækkanir og hækkanir sem urðu á gjaldskrá um síðustu áramót.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Umrædd 31% gjaldskrárhækkun Sorpu er boðuð í greinargerð fagsviða og B-hluta fyrirtækja borgarinnar sem fylgir frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022. Til skýringar er bent á að breytingar hafi verið gerðar á meðhöndlum lífræns úrgangs, meðal annars í gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi. Úrgangur af því tagi sé ekki lengur urðaður. Þá kemur fram að kjarasamningar við Eflingu feli í sér verulegan kostnaðarauka. Þá beri samlaginu skylda, lögum samkvæmt, til að innheimta raunverulegan kostnað sem fellur til við alla meðhöndlun úrgangs.

Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, rifjar upp að miklar hækkanir hafi orðið á einstökum liðum í gjaldskrá Sorpu um síðustu áramót. Dæmi séu um nærri 300% hækkun þá. Hún segir að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá Sorpu um breytingar á þeirri gjaldtöku og áformuðum hækkunum. „Við teljum mikilvægt að gjaldtöku fyrirtækja eins og Sorpu og annarra opinberra fyrirtækja og stofnana sé stillt í hóf,“ segir Björg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert