Reynt að auka virkni varnargarða

Starfsmenn Suðurverks vinna að dýpkun og hreinsun efnis úr flóðrásinni …
Starfsmenn Suðurverks vinna að dýpkun og hreinsun efnis úr flóðrásinni við Innri-Bæjargilsgarð. Verkinu á að ljúka fyrir áramót. Ljósmynd/Ívar Kristjánsson

Framkvæmdir standa yfir við víkkun og dýpkun flóðrásarinnar við snjóflóðavarnargarðana ofan við byggðina á Flateyri. Því verki á að ljúka fyrir áramót. Enn er unnið að rannsóknum og undirbúningi annarra aðgerða, meðal annars staðsetningu leiðigarðs til þess að verja höfnina og hafnarsvæðið.

Snjóflóð sem féllu á Flateyri í byrjun síðasta árs fóru að hluta yfir Innri-Bæjargilsgarð og skemmdu nokkur hús sem standa næst garðinum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki sem þar bjó. Mesta tjónið varð í höfninni vegna þess að garðarnir beindu flóðinu þangað. Fjöldi báta og mannvirkja eyðilagðist eða skemmdist. Síðan þá hefur verið unnið að endurskoðun hættumats og athugun á því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að styrkja varnir þorpsins.

Varnir byggðar í forgangi

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að forgangsröðunin sé að verja fyrst byggð og íbúa og síðan höfnina og veginn að þorpinu.

Ætlunin er að leiðigarður taki við snjóflóðum sem falla meðfram …
Ætlunin er að leiðigarður taki við snjóflóðum sem falla meðfram stóra garðinum og verji höfnina og hafnarsvæðið. Staðsetning er óákveðin.

Víkkun flóðrásarinnar er fyrsti liðurinn í aðgerðum. Samið var við Suðurverk og er kostnaður um 112 milljónir. Næsta sumar mun Köfunarþjónustan setja upp snjófelligirðingar uppi á Eyrarfjalli, fyrir ofan Flateyri, til að draga úr líkum á snjósöfnum í hengjur við fjallsbrúnina. Jafnframt stendur til að styrkja hús sem standa undir varnargarðinum, einkum glugga og hurðir sem snúa að hlíðinni.

Spurður um öryggi þessara aðgerða segir Birgir að ekki sé til nein lausn sem komi algerlega í veg fyrir alla hættu. Reynt verði að gera varnirnar sem bestar og síðan þurfi að hafa gott eftirlit með fjallinu. Ef grunur komi upp um hættu á snjóflóðum verði að rýma þau hús og svæði sem talin eru í hættu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »