Nöfn þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Unnur Karen

Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítala rann út á miðnætti. Greint hefur verið frá nöfnum umsækjenda á vef stjórnarráðsins. Þeir eru fjórtán talsins og nöfn þeirra eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

 • Björn Óli Ö. Hauksson, verkfræðingur
 • Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
 • Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
 • Hákon Hákonarson, læknir
 • Jan Triebel, læknir
 • Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
 • Kristinn V. Blöndal, ráðgjafi
 • Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
 • Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
 • Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
 • Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
 • Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
 • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur

Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi.

Tekið er fram að þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfi á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, muni nú meta hæfni umsækjenda.

Starfsreglur nefndarinnar má finna hér.

mbl.is