Strangar reglur um leyfi leiði til hærra verðs

ESA segir að umhverfi leigubíla hér á landi sé samkeppnisletjandi …
ESA segir að umhverfi leigubíla hér á landi sé samkeppnisletjandi og dragi úr nýsköpun, sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, segir að reglur um leigubílaleyfi hér á landi séu ekki í samræmi við EES-samninginn, sem Ísland á aðild að. 

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að núverandi fyrirkomulag er snýr að leyfisveitingu fyrir leigubílastarfsemi sé samkeppnisletjandi og takmarkandi fyrir nýsköpun, sem leiðir til hærra verðs fyrir neitendur. 

Í rökstuddu áliti sínu í dag kemst ESA að þeirri niðurstöðu að löggjöfin sem um ræðir feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti samkvæmt 31. grein EES-samningsins.

Takmarkanir á staðfesturétti eru einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. ESA bendir á að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir takmörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að afnema þessar takmarkanir. Enn fremur hefur íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að núgildandi löggjöf um leigubílaþjónustu sé ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningu frá ESA.

Hægt er að nálgast rökstutt álit ESA hér

mbl.is