Drunur gengu yfir bæinn þegar skjálftinn varð

Horft til Heklu úr uppsveitum Árnessýslu. Til vinstri er bærinn …
Horft til Heklu úr uppsveitum Árnessýslu. Til vinstri er bærinn Hrepphólar í Hrunamannahreppi og Hólakot til hægri. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúi á bænum Selsundi, rétt vestan við Heklu, fann skjálfta sem varð á svæðinu á öðrum tímanum vel. Hann býst ekki við eldgosi í Heklu í framhaldinu og segir að skjálfti árið 1987 hafi verið mun kraftmeiri en þessi.

Skjálftinn varð við Vatna­fjöll, um 7,5 km suður af Heklu klukkan 13.20 og var 5,2 að stærð.

„Þetta fannst vel en var skarpur titringur frekar en bylgja,“ segir Guðmundur Gíslason, sem býr á Selsundi. Hann segir drunur hafi gengið yfir bæinn þegar skjálftinn varð.

„Það er alltaf ágætt þegar þetta er búið,“ segir Guðmundur.

Hann hefur búið á Selsundi alla svína ævi; rúm 56 ár. Að hans sögn eru skjálftar eins og þessi ekki undanfari goss í Heklu.

Skjálftinn varð sunnan við Heklu.
Skjálftinn varð sunnan við Heklu. kort/mbl.is

„Ég kannast hins vegar við skjálfta svipaðan þessum. Árið 1987 varð skjálfti við Vatnafjöll sem fannst mjög vel og var heldur stærri. Hann fannst mjög vel og það var allt annað en þetta,“ segir Guðmundur en sá skjálfti var 5,8.

„Er þetta ekki bara austurendinn á Suðurlandsskjálftanum? Er ekki kominn tími á hann,“ spyr Guðmundur en síðasti Suðurlandsskjálfti varð árið 2008.

mbl.is