Ferðin varpaði ljósi á „ákveðin frávik“

Birgir Ármannsson segir að ákveðin frávik hafi verið skoðuð í …
Birgir Ármannsson segir að ákveðin frávik hafi verið skoðuð í Borgarnesi í dag. Eggert Jóhannesson

Vettvangsferð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa til Borgarness varpaði ljósi á „ákveðin frávik“ við flokkun kjörgagna. Þetta segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is. Nefndin heimsótti talningarstað í dag.

Við erum að skoða þau betur og þurfum að ræða um þau þegar nefndin hittist í fyrramálið. Þetta voru ekki mörg atriði,“ segir Birgir. Á fundi nefndarinnar í fyrramálið verður öll nefndin viðstödd en hluti hennar var í vettvangsferðinni.

Var verið að endurtelja atkvæði?

Við vorum ekki í endurtalningu, við hefðum þurft meiri tíma og mannskap í það en við vorum að reyna að átta okkur á flokkuninni og í því komu upp ákveðin frávik sem við þurfum að skoða betur.

Gerir ekki ráð fyrir annarri vettvangsferð

Fer að sjá fyrir endann á þessu?

Þetta mjakast allt og við erum í þeim sporum núna að vera að ljúka þessari gagnaöflun og fáum málsatvikalýsingu,“ segir Birgir. Hann gerir ekki ráð fyrir annarri vettvangsferð í Borgarnes en tekur fram að lokum að við tæki umræða um lagaleg atriði í málinu, samhliða umræðu um málavexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert