Mættu í þriðju vettvangsferðina til Borgarness

Birgir Ármannsson rífur innsiglið að fangaklefanum þar sem kjörgögnin eru …
Birgir Ármannsson rífur innsiglið að fangaklefanum þar sem kjörgögnin eru geymd í Borgarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar mætti í sína þriðju vettvangsferð til Borgarness snemma í morgun, en þar skoðuðu nefndarmenn meðal annars kjörgögn til að leita svara við þeim spurningum sem ekki hefur enn tekist að varpa ljósi á.

Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, rauf í morgun innsigli að geymslu þar sem kjörgögnin voru geymd og voru þau í framhaldinu skoðuð.

Nefndarmenn sækja kjörgögnin í fangaklefann í Borgarnesi þar sem þau …
Nefndarmenn sækja kjörgögnin í fangaklefann í Borgarnesi þar sem þau voru innsigluð inni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar við erum í svona ferli þá auðvitað vakna ýms­ar spurn­ing­ar í málsmeðferðinni. Þetta er liður í því að reyna að svara þeim spurn­ing­um sem við get­um,“ sagði Birgir við mbl.is í gær vegna ferðarinnar.

Björn Leví Gunnarsson, einn nefndarmanna í undirbúningsnefndinni.
Björn Leví Gunnarsson, einn nefndarmanna í undirbúningsnefndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nefndarmenn undirbúningsnefndarinnar.
Nefndarmenn undirbúningsnefndarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert