Rekinn frá Eflingu eftir 27 ára starf

Tryggvi Marteinsson, kjarafulltrúi hjá Eflingu, var rekinn frá Eflingu í dag eftir 27 ára starf hjá félaginu. Þessu greinir Tryggvi frá í færslu á facebooksíðu sinni.

Samkvæmt heimildum mbl.is er Tryggvi sakaður um að hafa hótað að vinna Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Eflingar, mein.

„Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður“

Sólveig hafði greint frá því að samstarfsmaður hennar á skrifstofu Eflingar hefði sagt við annan starfsmann að hann gæti hugsað sér að fara heim til Sólveigar, vinna henni mein og framkvæma eignaspjöll á heimili hennar.

Þá hafi um­rædd­ur starfsmaður sagst vera með hreint saka­vott­orð og hann fengi því ein­ung­is skil­orðsbund­inn dóm fyr­ir brot­in.  

„Mann­eskj­unni sem hann seg­ir þetta við er mjög brugðið. Hún leit­ar með þetta áfram og svo kem­ur þetta til mín [hinn 13. októ­ber]. Mér er auðvitað mjög brugðið,“ sagði Sól­veig í Silfr­inu á RÚV.

Ekki náðist í Tryggva við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert