Segja Helga hafa hætt störfum vegna háttsemi sinnar

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Jóhannesson, sem starfaði sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar þangað til í lok október, lét af störfum eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi vegna ótilhlýðilegrar háttsemi í garð kvenkyns starfsmanns hjá fyrirtækinu.

Stundin greinir frá því samkvæmt heimildum að starfsmaðurinn hafi kvartað með formlegum hætti til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor. Helgi hafi ítrekað farið yfir mörk konunnar og áreitt hana með orðum og gjörðum.

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg. mbl.is

Skömmu áður en Helgi hætti sagði konan upp á starfsmannasviði Landsvirkjunar á þeim forsendum að hún gæti ekki unnið á sama vinnustað og hann.

Hegðun Helga snerist um óviðeigandi orð, auk þess sem hann strauk henni í framan gegn hennar vilja. Landsvirkjun sagðist við Stundina ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Helgi vildi heldur ekki tjá sig um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert