Stærsti skjálftinn við Keili í rúman mánuð

Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, varð 3,3 km suðsuðvestur af Keili upp úr klukkan fimm í nótt. Skjálftinn er sá stærsti á þessu svæði síðan í byrjun október.

Þegar sú skjálftahrina var í gangi mældist stærsti skjálftinn 4,2 að stærð 2. október, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert