Nýtt greiðslukerfi og gjaldskrá

Strætisvagnar.
Strætisvagnar. mbl.is/Valli

KLAPP er nýtt greiðslukerfi fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu og það verður formlega innleitt á morgun, 16. nóvember 2021. Samhliða kerfinu verður innleidd ný gjaldskrá.

Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjald er greitt í vagninum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Það eru 3 greiðsluleiðir í Klappinu: KLAPP kort, KLAPP app og KLAPP tía. KLAPP kort er snjallkort sem lagt er við skanna um borð í strætó til að greiða fargjald. Með appinu er snjallsími notaður til að kaupa staka miða eða kort og tían er pappaspjald með kóða sem er skannaður.

Fram kem­ur að frá og með 1. mars 2022, verður ekki leng­ur hægt að greiða með farmiðum um borð í Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu. Gef­inn verður frest­ur til 16. mars 2022 til þess að skipta öll­um göml­um farmiðum yfir í inn­eign í KLAPP greiðslu­kerf­inu.

Hand­haf­ar tíma­bil­skorta í gamla greiðslu­kerfi Strætó skulu leyfa gild­is­tíma kort­anna að renna út áður en skipt er yfir í KLAPP greiðslu­kerfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert