Ráðherrastólar næst á dagskrá

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forystumenn stjórnarflokkanna þurfa nú að spýta í lófana í viðræðum um endurnýjað stjórnarsamstarf, enda styttist í að kalla þurfi Alþingi saman eftir þingkosningar, kjósa í nefndir og leggja fram fjárlög.

Að venju hefur lítið sem ekkert spurst út af viðræðum þeirra, en sagt er að þetta sé að „smella saman“, þó að ýmis erfið mál hafi tekið mikinn tíma og séu sum óútkljáð.

Komið er að því að ná samkomulagi um skiptingu ráðuneyta, en í framhaldi af því munu formenn hvers flokks um sig leggja tillögu um ráðherra fyrir þingflokka sína. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á ráðherraliði, sem ef til vill eykur líkurnar á breyttri verkaskiptingu flokkanna við ríkisstjórnarborðið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »