Annað fórnarlamb Kristins stígur fram

Kristinn E. Andrésson.
Kristinn E. Andrésson.

Margrét Rósa Grímsdóttir stígur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segir sögu sína af Kristni E. Andréssyni, fyrrverandi þingmanni og ritstjóra Máls og menningar. Margrét segist ekki síst gera það til stuðnings Guðnýju Bjarnadóttur sem greindi frá því í Morgunblaðinu 11. nóvember að Kristinn hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi í tvígang þegar hún var níu ára gömul.

Margrét segir að Kristinn hafi verið tíður gestur heimili hennar á Akranesi.

„Mér fannst hann skemmtilegur, hann gaf sig að mér, tók mig gjarnan á lær og hossaði mér. Ég var sex ára. Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig.“ Þá lýsir Margrét því hvernig Kristinn hafi kysst hana á munninn og rekið tunguna upp í hana. Hún hafi náð að losa sig úr fangi hans og látið foreldra sína vita. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »