Baldur genginn úr Miðflokknum

Baldur Borgþórsson.
Baldur Borgþórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baldur Borgþórsson, fyrsti varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur tilkynnt um úrsögn sína úr Miðflokknum. 

Það gerði Baldur með yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu. Í tilkynningu hans kemur fram að hann muni standa við kjör sitt sem varaborgarfulltrúi út kjörtímabilið, sem lýkur í vor. 

Baldur kýs að tíunda ekki ástæður úrsagnar sinnar að öðru leyti en að hann hafi ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann geti með engu móti sætt sig við, í störfum sínum sem varaborgarfulltrúi. 

Lesa má færslu Baldurs í heild sinni hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert