Allir fjórir eru í öndunarvél

Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Alls liggja 20 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Fjórir eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Fjórtán eru á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild.

Í eftirliti á göngudeild eru nú 1.789 einstaklingar og af þeim eru 520 börn. Í gær komu 14 sjúklingar til mats og meðferðar á göngudeildina og af þeim þurftu fjórir að leggjast inn, að því er segir í tilkynningu.

23 starfsmenn eru í einangrun, 23 í sóttkví og 237 í vinnusóttkví.

Skimunum er lokið á geðdeildum vegna smita sem komu þar upp í fyrri viku og greindust alls þrír sjúklingar (einn útskrifaður sem var í sóttkví) og fimm starfsmenn.

Þá er lokið skimunum á heila-, tauga og bæklunarskurðdeild vegna smits sem greindist hjá inniliggjandi sjúklingi. Engin dreifing varð.

Skimanir á bæklunarskurðdeild og í Skaftahlíð hafa ennfremur ekki leitt í ljós dreifingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert