Skjálftar finnast á Hvolsvelli og Hellu

Skjálftarnir eru ekki tengdir við Heklugos.
Skjálftarnir eru ekki tengdir við Heklugos. mbl.is/Sigurður Bogi

Síðustu tvo sólarhringa hafa um fjörutíu jarðskjálftar mælst undir Vatnafjöllum, sem eru skammt suður af eldfjallinu Heklu. Þar af eru fjórir sem mælst hafa af stærð 3 eða yfir, sá stærsti af stærðinni 3,8.

Reið sá skjálfti yfir upp úr klukkan 13 í dag. Skömmu síðar fylgdi annar, 3,2 að stærð.

Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist á Hvolsvelli og Hellu.

Ekki er enn talin ástæða til að tengja skjálftana við að gos sé yfirvofandi í Heklu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert