Uppsagnir á bráðamóttöku komu forstjóra ekki á óvart

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir uppsagnir starfsfólks bráðamóttöku undanfarna daga ekki hafa komið sér á óvart.

„Það er langvarandi þreyta eftir langvarandi álag, ákveðin kulnun. Það hefur verið fjallað um mönnun í hjúkrun í langan tíma þannig að þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Það er skortur víða. Það skortir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og lífeindafræðinga. Það eru mörg rauð flögg en vandinn birtist hvað mest á bráðamóttökunni,“ segir Guðlaug í samtali við Morgunblaðið.

„Það hefur virkilega verið reynt að draga úr álagi á bráðamóttökunni en það dugir ekki til. Ég held að alveg sama hvernig maður veltir við þessum steini, þá sé það í raun og veru þessi síðasta Covid-bylgja sem veltir þunga hlassinu, það er bara þannig.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert