Lögregla sótti þrjá menn um borð í Wizz Air

Lögreglan sótti þrjá menn um borð Wizz Air í kvöld …
Lögreglan sótti þrjá menn um borð Wizz Air í kvöld eftir að þeim hafði verið meinaður aðgangur að vélinni. Kristinn Magnússon

Lögreglan á Suðurnesjum sótti þrjá erlenda menn um borð í flugvél Wizz Air á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeim hafði verið meinaður aðgangur að vélinni. Flugvélin var á leið til pólsku borgarinnar Katowice.

Vísi greinir fyrst frá.

Sýndu engan mótþróa

Mönnunum þremur hafði verið meinaður aðgangur að vélinni vegna framkomu sinnar. Þrátt fyrir þessi fyrirmæli komu þeir sér fyrir í vélinni. Er lögregla kom um borð til að sækja mennina sýndu þeir engan mótþróa.

„Þeir sýndu engan mótþróa. Þeim var bara fylgt út og gengið úr skugga um að allt þeirra hafurtask færi með,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar, í samtali við mbl.is.

mbl.is