Olli hneykslan vegfarenda

Ölvaður karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi í höfuðborginni. Maðurinn hegðaði sér ósæmilega og olli hegðun hans hneykslan vegfarenda.

Hann var vistaður í fangaklefa sökum ástands, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá var ökumaður handtekinn skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum.

Hann var færður á lögreglustöð í sýnatöku.

mbl.is