Hópsmit á sunnanverðum Vestfjörðum

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrettán eru smitaðir af Covid-19 á sunnanverðum Vestfjörðum, flestir á Patreksfirði. Talsverður hópur hefur farið í sýnatöku og ekki eru komnar niðurstöður úr öllum sýnum. Unnið er að smitrakningu.

Þetta kemur fram á facebooksíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Þar kemur fram að smitin eru mjög víða í samfélaginu, margir komnir í sóttkví og fleiri geta bæst við.

Viðbúið er að röskun verði á margvíslegri starfsemi í dag og næstu daga en þegar hefur verið ákveðið að Patreksskóli verður lokaður út vikuna vegna smita meðal starfsfólks og nemenda.

mbl.is