Opið hús í örvunarskammt í dag

Fólk getur skotist í Laugardalshöll.
Fólk getur skotist í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir sem luku grunnbólusetningu 24. júní eða fyrr eru velkomnir í Laugardalshöll í dag, 24. nóvember, milli kl. 10.00 og 15.00. Notað verður mRNA-bóluefnið Pfizer. 

Þetta kemur fram á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fólk sem er 70 ára og eldra getur komið ef þrír mánuðir eru liðnir frá seinni skammti grunnbólusetningar og fólk sem fékk Janssen ef meira en 28 dagar eru liðnir frá bólusetningunni.

Allir óbólusettir, 12 ára og eldri, eru einnig velkomnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert