Áslaug Arna stökk fram af fossi

Áslaug Arna í miðju stökki.
Áslaug Arna í miðju stökki. Mynd/Skjáskot

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra stökk fram af fossi í gær. Þessu greinir hún frá á facebooksíðu sinni.

„Kynntist klettastökki með algjörum fagmönnum. Það er oft gott að finna hugrekkið sitt í nýjum aðstæðum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að hún verði gestur í nýjum þætti sem verður sýndur á Stöð 2 í janúar.

Fram kemur einnig í færslunni að aðstæðurnar hafi verið erfiðar og kuldinn mikill.

mbl.is