Beindi leysigeisla á bifreiðar í umferð

Samkvæmt dagbók lögreglu tókst ekki að hafa upp á bifreiðinni.
Samkvæmt dagbók lögreglu tókst ekki að hafa upp á bifreiðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að farþegi í bifreið í umferð hafi verið að beina leysigeisla á aðrar bifreiðir. Lögreglu tókst ekki að hafa uppi á bifreiðinni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur einnig fram að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri og kom þá í ljós að ökumaðurinn var ökuréttindalaus.

Annar ökumaður var stöðvaður við akstur í dag vegna gruns um að keyra undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is