Framtíð vínbúðarinnar óráðin

Vínbúðin í Austurstræti á marga velunnara á samfélagsmiðlum.
Vínbúðin í Austurstræti á marga velunnara á samfélagsmiðlum. mbl.is/sisi

Fjórar staðsetningar voru boðnar fram þegar ÁTVR auglýsti nýlega eftir því að taka húsnæði á leigu undir vínbúð. Engin þeirra er í miðborg Reykjavíkur, Kvosinni. Framtíð vínbúðarinnar í Austurstræti er enn í óvissu en tíðinda er að vænta.

Eftirfarandi húsnæði var boðið fram í kjölfar auglýsingarinnar: Kirkjusandur (Hallgerðargata 19-23), Fiskislóð 10 (áður útibú Íslandsbanka), Hallveigarstígur 1 og Hringbraut 119-121 (JL-húsið).

„Það er verið að vinna úr gögnum og skoða húsnæðið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í lok október sl. að ástæða auglýs- ingarinnar væri sú að til skoðunar væri að loka vínbúðinni í Austurstræti. Húsnæðið í Austurstræti sé frekar óhagstætt á tveimur hæðum, þar sem lagerinn er á neðri hæðinni. Einnig sé mjög þröngt með allan flutning til og frá Vínbúðinni.

Margir urðu til að tjá sig á samfélagsmiðlum og lögðust gegn því að vínbúðinni í Austurstræti yrði lok- að. „Við höfum fengið nokkrar ábendingar frá viðskiptavinum um staðsetningu á vínbúð í miðbænum,“ segir Sigrún aðspurð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »