Ungt fólk með aðalvinning DAS

Ungt fólk hefur í þrígang unnið tvær milljónir í happdrætti …
Ungt fólk hefur í þrígang unnið tvær milljónir í happdrætti DAS síðustu helgar. Mynd/DAS

Vinningshafar aðalvinninga í Happdrætti DAS síðustu þrjár vikur hafa verið á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DAS. 

Þann 11. nóvember var eigandinn miðans kona á þrítugsaldri sem fékk upphringingu um að hafa hlotið tvær milljónir króna.

„Henni varð brugðið við og sagðist vera komin að fæðingu og því væri þessi tímasetning þvílík hamingja fyrir sig. Átti hún erfitt með tilfinningar sínar og var afar þakklát fyrir upphringinguna. Talaði hún um hve skemmtilegt starf starfsmannsins hlyti að vera sem hringdi til að tilkynna svona gleðifréttir,“ segir í tilkynningunni. 

Þá fékk kona á sama aldri aðalvinninginn 18. nóvember og sagði vinninginn upp á tvær milljónir koma sér vel í framtíðarplön sín.

„Í dag varð eigandi miðans sem fékk tvær milljónir svo hissa að hann áttaði sig ekki strax á innihaldi símtalsins. Þurfti hann að spyrja aftur hver upphæðin væri því hann sagðist hafa farið úr sambandi er hann áskynjaði um hvað símtalið snérist,“ segir í sömu tilkynningu. 

mbl.is