Handteknir eftir hópslagsmál

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópslagsmál í Bústaðahverfi seint í gærkvöldi. Tveir voru handteknir á vettvangi og er málið til rannsóknar.

Þá ók ökumaður í Laugardalnum á kyrrstæðan bíl en bílstjórinn er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Hann var fluttur á slysadeild eftir áreksturinn.

mbl.is