Nýr stjórnarsáttmáli og ríkisstjórn á sunnudaginn

Formenn stjórnarflokkanna þriggja funduðu í morgun. Á sunnudaginn munu þau …
Formenn stjórnarflokkanna þriggja funduðu í morgun. Á sunnudaginn munu þau kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr stjórnarsáttmáli og ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður kynnt á fundi á sunnudaginn, en fram að því munu formenn flokkanna ræða við flokksstofnanir sínar og bera undir þær stjórnarsáttmálann.

Þetta hefur mbl.is fengið staðfest frá forsætisráðuneytinu, en þau Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu fyrr í dag í ráðherrabústaðnum.

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi kjörbréf allra þingmanna með 42 atkvæðum gegn 5, en 16 greiddu ekki atkvæði. Hafði legið fyrir að ný ríkisstjórn yrði ekki kynnt fyrr en sú atkvæðagreiðsla hafði átt sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina