Rok, ofsaveður og kalt

Það blæs hressilega á Suðausturlandi.
Það blæs hressilega á Suðausturlandi. Kort/Veðurstofan

Appelsínugul veðurviðvörun, vegna roks eða ofsaveðurs, er í gildi á Suðausturlandi fram til klukkan tíu. Áttin er norðlæg með vind­hraða upp á 25-33 m/​s  og staðbundn­ar snarp­ar vind­hviður geti náð yfir 45 m/​s.  

Ekkert ferðaveður er á svæðinu.

Á Austfjörðum er gul viðvörun í gildi til klukkan níu en þar er norðvestan stormur, 20-28 m/​s með snörp­um vind­hviðum yfir 35 m/​s.

Spár gera ráð fyrri éljum norðaustantil fram eftir degi en annars víða léttskýjað. 

Lægir smám saman seinni partinn, en vestlægari og þykknar upp vestanlands í kvöld. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert