Skoða kaup á 1.500 skömmtum af Covid-lyfi

Fyrsta munnlega lyfið við kórónuveirunni, molnupiravir.
Fyrsta munnlega lyfið við kórónuveirunni, molnupiravir. AFP

Heilbrigðisyfirvöld skoða að kaupa allt að 1.500 skammta af Covid-lyfinu molnupira­v­ir, sem gert er úr ein­stofna mót­efni. Þetta lyf er í töflu­formi sem ger­ir mönn­um kleift að nýta það utan spít­al­anna. Lyfið er sagt geta fækkað inn­lögn­um veru­lega.

Greint er frá málinu á vef RÚV.

Þar segir enn fremur að yfirvöld hafi nú þegar keypt lyf til að meðhöndla veiruna á sjúkrahúsum fyrir um 160 milljónir króna í gegnum samevrópsk innkaup.

Breska lyfjaeftirlitið samþykkti notkun lyfsins í upphafi mánaðar og pantaði 480 þúsund skammta, sem væntanlegir eru þangað í byrjun desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert