Starfið í Richardshúsi í rannsókn

Starfsemi barnaheimilis þar fyrr á árum er í brennidepli.
Starfsemi barnaheimilis þar fyrr á árum er í brennidepli. mbl.is//Sigurður Bogi

Brýnt er að fljótt verði leitt í ljós hvers vegna daufheyrst var við beiðni félagsmálastjóra Akureyrar um að aðbúnaður á barnaheimilinu í Richardshúsi á Hjalteyri, sem starfrækt var á árunum 1972-1979, væri kannaður. Þetta segir í bókun bæjarráðs Akureyrar sem fjallaði um málið á fundi sínu í gær.

Að Akureyrarbæ snýr þetta mál þannig, að árið 1977 óskaði Jón Björnsson, þáverandi félagsmálastjóri Akureyrar, formlega eftir því við Barnaverndarráð Íslands að starfsemi heimilisins yrði könnuð. Þeim ábendingum var ekki sinnt sem skyldi og í raun komið í veg fyrir að slík athugun færi fram.

Af frásögnum fólks sem dvaldi í barnæsku á heimilinu má hins vegar ljóst vera að grunur félagsmálastjóra Akureyrar um slæman aðbúnað í Richardshúsi var á rökum reistur. Tekið er fram að Akureyrarbær hafi ekki komið að rekstri barnaheimilisins á Hjalteyri enda þótt barnavernd sveitarfélagsins hafi sent þangað börn til dvalar til lengri eða skemmri tíma.

Starfsemi barnaheimilis á Hjalteyri hefur verið víða til umfjöllunar síðustu daga, eða eftir að fólk sem þar dvaldist í æsku steig fram í þætti Stöðvar 2 og greindi frá harðræði sem það varð fyrir. Hjalteyri er í Hörgársveit og nú hefur sveitarfélagið óskað eftir því að ríkið rannsaki þessi mál. Rekistefna hefur hins vegar í stjórnkerfinu um á könnu hvaða ráðuneytis mál þetta sé.

Hjá forsætisráðuneytinu hefur hins vegar verið upplýst að samkvæmt forsetaúrskurði sé það dómsmálaráðuneytis að sinna málum sem varði rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert