11 smitaðir á Grund

Umfangsmikil smitrakning stendur nú yfir og ekki er vitað hvernig …
Umfangsmikil smitrakning stendur nú yfir og ekki er vitað hvernig veiran barst inn á heimilið. Ómar Óskarsson

Sjö heimilismenn og fjórir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík hafa greinst með Covid-19.

RÚV greindi fyrst frá.

Allir þeir sem greindust eru á deild A2 og henni hefur verið lokað á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatökum.

Umfangsmikil smitrakning stendur nú yfir og ekki er vitað hvernig veiran barst inn á heimilið.

mbl.is