Fimm bíla óhapp en enginn alvarlega slasaður

Enginn slasaðist alvarlega í óhappinu.
Enginn slasaðist alvarlega í óhappinu. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun um fjögurleytið í dag vegna umferðarhóps, atvikið varð 20 km austan við Vík í Mýrdal og voru fimm bílar í óhappinu. Enginn reyndist þó alvarlega slasaður og var því dregið úr viðbragði. 

Björgunarsveitir frá Vík, Kirkjubæjarklaustri og úr Álftaveri eru nú við vinnu á vettvangi umferðarslyssins ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum af Suðurlandi.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi segir að fimm bílar hafi lent í óhappinu. Ein bifreiðanna valt og eldur kom upp í annarri. Tólf einstaklingar voru í bílunum fimm, og er búið að koma þeim öllum í skjól þar sem þeir njóta þjónustu heilbrigðisstarfsmanna. Eru áverkar fólksins minniháttir. 

Lögreglumenn eru við vinnu við rannsókn á vettvangi og má búast við umferðartöfum við slysstaðinn meðan sú vinna og hreinsun vettvangs fer fram. Mikil hálka er víða um Suðurland og biður lögregla vegfarendur um að haga akstri sínum eftir því.

Fréttin hefur verið uppfærð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert