Meðferð með Ronapreve kostar 400 þúsund krónur

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Meðferðarkostnaður eins Covid-19-sjúklings með einstofna mótefninu Ronapreve er á svipuðu róli og erlendis, eða tæplega 400 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, greindi frá því í viðtali í gær að þetta nýja lyf, og eins Regkirona, gæfu góðan árangur væru þau gefin snemma í veikindaferlinu, en það drægi úr notkun að þau væru dýr.

„Við erum að gefa lyfið til þeirra sem eru nýgreindir og enn utan spítala, en í aukinni áhættu á að fá slæman sjúkdóm. Með því að gefa Ronapreve snemma má draga úr innlögnum eða dauða um rétt rúmlega 70%, sbr. NEJM [The New England Journal of Medicine] grein,“ sagði í svari spítalans. „Einnig styttir gjöf lyfsins einkennatímann um 4 sólarhringa (10 dagar vs. 14 dagar). Einnig var veirumagn lægra og sjúklingarnir minna smitandi og skemur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »